„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir krýpur á hné ásamt liðsfélögum sínum í Orlando Pride á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar, fyrir leik gegn Washington Spirit 19. mars. Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira