Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2022 21:21 Bílaleigur minnkuðu margar hverjar við sig í heimsfaraldrinum en eru aftur farnar að bæta í. Vísir/Vilhelm Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. „Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári. Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira