Draumur um betri borg Ómar Már Jónsson skrifar 7. apríl 2022 18:00 Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun