Teitur og félagar í átta liða úrslit þrátt fyrir tap | Norsku meistararnir fengu skell Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2022 20:17 Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk í kvöld. Frank Molter/picture alliance via Getty Images Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir 36-35 tap gegn Pick Szeged í kvöld. Íslendingalið Elverum er hins vegar úr leik eftir stórt tap gegn PSG. Teitur og félagar unnu fyrri leik liðanna á heimavelli með fjögurra marka mun, 25-21, og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum allt frá fyrstu mínútu í kvöld og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 18-17, Flensburg í vil. Heimamenn í Pick Szeged náðu að ógna forskoti Flenburg í síðari hálfleik og náðu mest þriggja marka forystu í stöðunni 33-30. Gestirnir í Flensburg skoruðu hins vegar næstu þrjú mörk og að lokum varð niðurstaðan eins marks sigur Pick Szeged, 36-35. Teitur skoraði fimm mörk fyrir Flensburg sem vann viðureignina samanlagt með þriggja marka mun og er á leið í átta liða úrslit þar sem Barcelona bíður þeirra. 😍 What a TEAM! 💙❤️_______#SZESGF 36:35#MoinMoinEurope #OhneGrenzen pic.twitter.com/Oy9xFAbbm3— SG Fle-Ha (@SGFleHa) April 7, 2022 Þá þurftu norsku meistararnir í Elverum að sætta sig við sjö marka tap gegn PSG, 37-30. Með Elverum leika þeir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, en hvorugur þeirra komst á blað í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 30-30, en eftir úrslit kvöldsins er liðið úr leik. PSG er hins vegar á leið í átta liða úrslit þar sem andstæðingar þeirra verða Kiel frá Þýskalandi. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Teitur og félagar unnu fyrri leik liðanna á heimavelli með fjögurra marka mun, 25-21, og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum allt frá fyrstu mínútu í kvöld og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 18-17, Flensburg í vil. Heimamenn í Pick Szeged náðu að ógna forskoti Flenburg í síðari hálfleik og náðu mest þriggja marka forystu í stöðunni 33-30. Gestirnir í Flensburg skoruðu hins vegar næstu þrjú mörk og að lokum varð niðurstaðan eins marks sigur Pick Szeged, 36-35. Teitur skoraði fimm mörk fyrir Flensburg sem vann viðureignina samanlagt með þriggja marka mun og er á leið í átta liða úrslit þar sem Barcelona bíður þeirra. 😍 What a TEAM! 💙❤️_______#SZESGF 36:35#MoinMoinEurope #OhneGrenzen pic.twitter.com/Oy9xFAbbm3— SG Fle-Ha (@SGFleHa) April 7, 2022 Þá þurftu norsku meistararnir í Elverum að sætta sig við sjö marka tap gegn PSG, 37-30. Með Elverum leika þeir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, en hvorugur þeirra komst á blað í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 30-30, en eftir úrslit kvöldsins er liðið úr leik. PSG er hins vegar á leið í átta liða úrslit þar sem andstæðingar þeirra verða Kiel frá Þýskalandi.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira