Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:00 Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Verðlag Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun