Fótbolti

Valgeir og Jón Daði í byrjunarliðunum | Alfreð allan tíman á bekknum

Atli Arason skrifar
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson Getty/Dave Howarth

Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Daði Böðvarsson fengu mínútur í leik sinna liða í dag en Alferð Finnbogason kom ekkert við sögu gegn toppliði Bayern Munchen.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken og lék í 86 mínútur í 1-2 sigri liðsins á útivelli gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Häcken er því jafnt Hammarby á toppi deildarinnar en bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 56. mínútu í 1-1 jafntefli liðsins gegn Sheffield Wednesday. Bolton er í 10. sæti ensku C-deildarinnar með 61 stig þegar fjórir leikir eru eftir.

Alfreð Finnbogason sat allan tíman á varamannabekknum þegar Augsburg tapaði 1-0 gegn Bayern München á Allianz vellinum. Lewandowski skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Augsburg er í 14 sæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Bayern er á toppi deildarinnar með 69 stig, níu stigum meira en Dortmund í öðru sæti þegar fimm leikir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×