Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun