Æpandi skortur á pólitískri forystu Kristrún Frostadóttir skrifar 10. apríl 2022 14:31 „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar