Fjármálaáætlun og skortur á sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2022 08:00 Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun