Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 15:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttur formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Hagalín Björnsdóttir formaður Félags fréttamanna. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma. Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma.
Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira