Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex fulltrúa, Samfylkingin sex, Píratar þrjá, Framsóknarflokkurinn þrjá, Viðreisn tvo og Vinstri græn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands einn hvor.
Samkvæmt könnuninni myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa tveimur mönnum og Samfylkingin einum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá menn kjörna og Píratar bættu einum við sig. Miðflokkurinn dettur út.
85,1 prósent þátttakenda í könnuninni tóku afstöðu en 8,7 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara. 6,2 prósent sögðust myndu skila auða eða sleppa því að kjósa.