Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 20:51 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira