Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 20:51 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira