Hótuðu að skera fingurna af fyrrverandi landsliðsmanni Englands Atli Arason skrifar 14. apríl 2022 08:00 Ashley Cole í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Ashley Cole, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, varð fyrir óþægilegri lífsreynslu þegar innbrotsþjófar brutust inn í hús hans í janúar 2020. Þessa stundina stendur yfir dómsmál í Nottingham á Englandi þar sem Kurtis Dilks, 34 ára karlmaður, er ákærður ásamt hópi manna fyrir að brjótast inn á heimili Cole og eiginkonu hans, Sharon Canu. Dilks á að hafa staðið í hótunum við Cole, vopnaður hamri og töng. Dilks hótaði því að klippa puttana af þessum fyrrum bakverði Chelsea og Arsenal áður en skipaði Cole að tæma peningaskáp sinn. Cole var heima með eiginkonu sinni og tveimur börnum þegar atburðurinn átti sér stað að kvöldi þann 21. janúar 2020. Eiginkona Cole faldi sig inn í fataskáp þar sem hún náði að hringja í lögregluna en var síðan gómuð í miðju símtali af einum ræningjana. Canu var þá dregin inn í svefnherbergi þar sem hún sá Cole tjóðraðan á gólfinu einungis í nærbuxum, segir í dómsgögnunum. Dilks og gengi hans yfirgaf heimili Cole og Canu með farsíma, lausafjármagn, úr, bíllykla, gucci töskur og fleira. Gengið flúði af vettvangi þegar þeir tóku eftir því að lögreglan væri rétt ókominn. Dilks og félagar eru líka ákærðir fyrir að hafa brotist inn á heimili Tom Huddlestone, leikmann Hull City. Gengið er einnig talið hafa stolið Portland krúnunni sem hertogaynja af Portland notaði þegar Edward sjötti var krýndur árið 1902. Andvirði krúnunnar er u.þ.b. 3,75 milljónir punda. Gengið neitar öllum ásökunum. Enski boltinn Bretland England Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Þessa stundina stendur yfir dómsmál í Nottingham á Englandi þar sem Kurtis Dilks, 34 ára karlmaður, er ákærður ásamt hópi manna fyrir að brjótast inn á heimili Cole og eiginkonu hans, Sharon Canu. Dilks á að hafa staðið í hótunum við Cole, vopnaður hamri og töng. Dilks hótaði því að klippa puttana af þessum fyrrum bakverði Chelsea og Arsenal áður en skipaði Cole að tæma peningaskáp sinn. Cole var heima með eiginkonu sinni og tveimur börnum þegar atburðurinn átti sér stað að kvöldi þann 21. janúar 2020. Eiginkona Cole faldi sig inn í fataskáp þar sem hún náði að hringja í lögregluna en var síðan gómuð í miðju símtali af einum ræningjana. Canu var þá dregin inn í svefnherbergi þar sem hún sá Cole tjóðraðan á gólfinu einungis í nærbuxum, segir í dómsgögnunum. Dilks og gengi hans yfirgaf heimili Cole og Canu með farsíma, lausafjármagn, úr, bíllykla, gucci töskur og fleira. Gengið flúði af vettvangi þegar þeir tóku eftir því að lögreglan væri rétt ókominn. Dilks og félagar eru líka ákærðir fyrir að hafa brotist inn á heimili Tom Huddlestone, leikmann Hull City. Gengið er einnig talið hafa stolið Portland krúnunni sem hertogaynja af Portland notaði þegar Edward sjötti var krýndur árið 1902. Andvirði krúnunnar er u.þ.b. 3,75 milljónir punda. Gengið neitar öllum ásökunum.
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira