Af örlæti ríkisins Már Egilsson skrifar 14. apríl 2022 08:31 Oftar nýtur ríkt fólk og fyrirtæki, forgangs eða afsláttar í viðskiptum fyrir þær sakir einar að þau eiga mikla peninga. Það var t.d. ætlun ríkisstjórnarflokkanna, í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, að fá fyrst og fremst vel efnaða einstaklinga og fyrirtæki að borðinu og gefa þeim afslátt af sölunni. Viðskipti eru þá gjarnan sett í skrautlegan búning eða dulargervi, kjölfestufjárfestar, þannig má skilgreina þau þannig að einungis efnaðir eða eignamiklir aðilar fái að taka þátt í þeim. Þessi aðferð mælist jafnvel ágætlega fyrir ef búningurinn er sannfærandi. En þetta mistókst reyndar hjá ríkisstjórninni. Umboðsaðilar sölunnar tóku til sín þóknun langt fram úr hófi og virðast jafnvel hafa keypt af sjálfum sér, enn verra þótti sumum að minna efnaðir fengu að álpast með í viðskiptin, oftast þá tengdir aðilum sem komu að sölunni eða störfuðu hjá bankanum. Kjölfestubúningurinn var því orðinn götóttur og augljósara varð að fyrst og fremst var um að ræða gjafir frá elítu til elítu. Margir Íslendingar eru ósáttir og vilja meina að hér hafi átt sér stað fúsk og spilling, undirritaður þar á meðal. Í kjölfarið á þessu sló samanburðurinn á réttlætistaugina, þegar barst í tal meðal kollega minna sú staðreynd, að íslenska ríkið niðurgreiðir ekki að fyrra bragði ýmis nauðsynleg lyf fyrir veikt fólk. Þar má t.d. nefna parasetamól, verkjalyf sem margir taka daglega til að lina þjáningar sínar, og er ekki með almenna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), jafnvel þó því sé ávísað í stærri pakkningum sem eru lyfseðilsskyldar. Þar að auki erusýklalyf almennt ekki niðurgreidd af SÍ til fullorðinna. Þó geta sýklalyf verið nauðsynleg til að forða fólki frá miska eða alvarlegum veikindum og eru stundum nauðsynleg til að halda lífi. Sýklalyf eru lyfseðilsskyld en þó þeim sé ávísað eru þau ekki niðurgreidd án þess að til komi sérstök umsókn til SÍ þar sem læknir rökstyður ávísun þess, svokallað lyfjaskírteini sem er einhvers konar hindrunarhlaup skrifræðis fyrir sjúklinga og lækna. Hindrunarhlaup stofnana á sér stundum göfugan tilgang en hér er það til staðar jafnvel þó ekki sé um að ræða óhóflegan verðmiða frá framleiðendum og jafnvel þó ekki sé um að ræða lyf sem flokkuð eru með áhættulyfjum, ekki eru þau ný á markaði heldur. Þess má geta að verkjalyfið parasetamól og flest sýklalyf sem notuð eru hérlendis, eru á lista alþjóða heilbrigðisstofnunar (WHO) yfir lyf sem eru nauðsynleg hverju ríki ef vel á að ganga, að viðhalda góðri heilsu og velmegun almennings. U-r leitaði svara við þessu fyrirkomulagi hjá Sjúkratryggingum Ísland og fékk skjót og góð svör þaðan. Árið 2013 var farið í endurskoðun á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Þá lögðu Sjúkratryggingar m.a. til að stofnunin tæki þátt í að niðurgreiða fyrrnefnt lyf. Þeim varð ekki að ósk sinni, því lyfjagreiðslunefnd, þ.e. embætti Landlæknis og Lyfjastofnunar, vildu meina að í tilfelli parasetamóls væri um „hættulegt lyf“ að ræða og „skyldi ekki hvetja til aukinnar notkunar þess“. Sem er athyglisvert í ljósi þess að nýlega voru landsmenn einmitt hvattir af heilbrigðisyfirvöldum til þess að taka parkódín sem var leyst frá ávísanaskyldu og inniheldur ekki einungis parasetamól, heldur einnig kódein, öndunarbælandi og ávanabindandi lyf sem er síst hættuminna. Ákvörðunin varðandi sýklalyf á rætur sínar að rekja til sömu endurskoðunar á greiðsluþátttökukerfinu árið 2013 en þá höfðu Sjúkratryggingar lagt til að sýklalyf sem ávísað væri til fullorðinna væru almennt niðurgreidd. Svar heilbrigðisráðuneytis var óneitanlega sérstakt, að greiðsluþátttaka sýklalyfja væri óþarfur kostnaður fyrir ríkið. Ráðuneytið bætti þó um betur í rökstuðningi sínum og vildi meina að ekki væri gott að skrifa út sýklalyf nema af því hlytist nægilega mikill efnahagslegur skaði fyrir sjúklinginn, það væri liður í því að stemma stigu við ofnotkun sýklalyfja. Undirritaður hefur síðustu ár verið í hópi heimilislækna sem fjallar um og vinnur að skynsamri notkun sýklalyfja, á vegum Þróunarmiðstöðvar Íslenskrar Heilsugæslu, og þekkir því vel til þeirra aðferða sem notaðar eru til að sporna við óskynsamri sýklalyfjanotkun. Að gera veikt fólk fátækara er ekki ein af þeim. Ríkisstjórnin er bersýnilega ekki jafn viljug þegar kemur að veiku fólki eins og gagnvart fjármagnseigendum. Ekki virðist nægilegur vilji eða áhugi á að niðurgreiða ýmsa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þó hagfræðingar viti að fjárfesting í heilsu þjóðar eru forréttindi sem borga sig og þó skoðanakannanir sýni ítrekað að meirihluti Íslendinga vilji að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé gjaldfrjáls eða niðurgreidd. Niðurgreiðsla nauðsynlegra lyfja er lítið dæmi en margt smátt gerir eitt stórt, þetta þekkja þau vel sem veikjast þegar kemur að útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu. Dæmin eru fleiri og stærri, það má t.d. nefna að rannsóknarkostnaður sjúklinga er víða langt fram úr hófi, sérstaklega þegar kemur að myndrannsóknum, þar hleypur kostnaður sjúklinga á stakri rannsókn á tugþúsundum og getur verið stór biti fyrir tekjulága hópa og fjölskyldufólk. Sömuleiðis er óskiljanleg ákvörðun ríkisstjórna síðustu ára að neita að niðurgreiða liðskiptaaðgerðir utan sjúkrahúsa og niðurgreiða ekki heldur fyllilega aðgerðir kvenna með alvarlega endómetríósu. Íslenska ríkið er með fálæti sínu í þessum málum, sinnulaus áhorfandi á þjáningu fjölmargra Íslendinga. Þar eru á ferðinni vinir okkar og ættingjar sem sitja uppi með þann svartapétur, fyrir utan að glíma við veikindi, að þurfa einnig að glíma við fjárhagslegt högg. Annað hvort með því að halda þjáningu sinni áfram á bótum undir framfærsluviðmiðum, eða þegar hægt er, sökkva sér í skuldir til að fá ekki seint og um síðir lækningu við meinum sínum. Kæru stjórnmálamenn og konur, hvar í flokki sem þið standið, ég bið ykkur að forgangsraða ríkissjóði betur og lina þann hluta þjáningar veiks fólks sem tengist fjárhagsáhyggjum. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Oftar nýtur ríkt fólk og fyrirtæki, forgangs eða afsláttar í viðskiptum fyrir þær sakir einar að þau eiga mikla peninga. Það var t.d. ætlun ríkisstjórnarflokkanna, í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, að fá fyrst og fremst vel efnaða einstaklinga og fyrirtæki að borðinu og gefa þeim afslátt af sölunni. Viðskipti eru þá gjarnan sett í skrautlegan búning eða dulargervi, kjölfestufjárfestar, þannig má skilgreina þau þannig að einungis efnaðir eða eignamiklir aðilar fái að taka þátt í þeim. Þessi aðferð mælist jafnvel ágætlega fyrir ef búningurinn er sannfærandi. En þetta mistókst reyndar hjá ríkisstjórninni. Umboðsaðilar sölunnar tóku til sín þóknun langt fram úr hófi og virðast jafnvel hafa keypt af sjálfum sér, enn verra þótti sumum að minna efnaðir fengu að álpast með í viðskiptin, oftast þá tengdir aðilum sem komu að sölunni eða störfuðu hjá bankanum. Kjölfestubúningurinn var því orðinn götóttur og augljósara varð að fyrst og fremst var um að ræða gjafir frá elítu til elítu. Margir Íslendingar eru ósáttir og vilja meina að hér hafi átt sér stað fúsk og spilling, undirritaður þar á meðal. Í kjölfarið á þessu sló samanburðurinn á réttlætistaugina, þegar barst í tal meðal kollega minna sú staðreynd, að íslenska ríkið niðurgreiðir ekki að fyrra bragði ýmis nauðsynleg lyf fyrir veikt fólk. Þar má t.d. nefna parasetamól, verkjalyf sem margir taka daglega til að lina þjáningar sínar, og er ekki með almenna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), jafnvel þó því sé ávísað í stærri pakkningum sem eru lyfseðilsskyldar. Þar að auki erusýklalyf almennt ekki niðurgreidd af SÍ til fullorðinna. Þó geta sýklalyf verið nauðsynleg til að forða fólki frá miska eða alvarlegum veikindum og eru stundum nauðsynleg til að halda lífi. Sýklalyf eru lyfseðilsskyld en þó þeim sé ávísað eru þau ekki niðurgreidd án þess að til komi sérstök umsókn til SÍ þar sem læknir rökstyður ávísun þess, svokallað lyfjaskírteini sem er einhvers konar hindrunarhlaup skrifræðis fyrir sjúklinga og lækna. Hindrunarhlaup stofnana á sér stundum göfugan tilgang en hér er það til staðar jafnvel þó ekki sé um að ræða óhóflegan verðmiða frá framleiðendum og jafnvel þó ekki sé um að ræða lyf sem flokkuð eru með áhættulyfjum, ekki eru þau ný á markaði heldur. Þess má geta að verkjalyfið parasetamól og flest sýklalyf sem notuð eru hérlendis, eru á lista alþjóða heilbrigðisstofnunar (WHO) yfir lyf sem eru nauðsynleg hverju ríki ef vel á að ganga, að viðhalda góðri heilsu og velmegun almennings. U-r leitaði svara við þessu fyrirkomulagi hjá Sjúkratryggingum Ísland og fékk skjót og góð svör þaðan. Árið 2013 var farið í endurskoðun á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Þá lögðu Sjúkratryggingar m.a. til að stofnunin tæki þátt í að niðurgreiða fyrrnefnt lyf. Þeim varð ekki að ósk sinni, því lyfjagreiðslunefnd, þ.e. embætti Landlæknis og Lyfjastofnunar, vildu meina að í tilfelli parasetamóls væri um „hættulegt lyf“ að ræða og „skyldi ekki hvetja til aukinnar notkunar þess“. Sem er athyglisvert í ljósi þess að nýlega voru landsmenn einmitt hvattir af heilbrigðisyfirvöldum til þess að taka parkódín sem var leyst frá ávísanaskyldu og inniheldur ekki einungis parasetamól, heldur einnig kódein, öndunarbælandi og ávanabindandi lyf sem er síst hættuminna. Ákvörðunin varðandi sýklalyf á rætur sínar að rekja til sömu endurskoðunar á greiðsluþátttökukerfinu árið 2013 en þá höfðu Sjúkratryggingar lagt til að sýklalyf sem ávísað væri til fullorðinna væru almennt niðurgreidd. Svar heilbrigðisráðuneytis var óneitanlega sérstakt, að greiðsluþátttaka sýklalyfja væri óþarfur kostnaður fyrir ríkið. Ráðuneytið bætti þó um betur í rökstuðningi sínum og vildi meina að ekki væri gott að skrifa út sýklalyf nema af því hlytist nægilega mikill efnahagslegur skaði fyrir sjúklinginn, það væri liður í því að stemma stigu við ofnotkun sýklalyfja. Undirritaður hefur síðustu ár verið í hópi heimilislækna sem fjallar um og vinnur að skynsamri notkun sýklalyfja, á vegum Þróunarmiðstöðvar Íslenskrar Heilsugæslu, og þekkir því vel til þeirra aðferða sem notaðar eru til að sporna við óskynsamri sýklalyfjanotkun. Að gera veikt fólk fátækara er ekki ein af þeim. Ríkisstjórnin er bersýnilega ekki jafn viljug þegar kemur að veiku fólki eins og gagnvart fjármagnseigendum. Ekki virðist nægilegur vilji eða áhugi á að niðurgreiða ýmsa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, þó hagfræðingar viti að fjárfesting í heilsu þjóðar eru forréttindi sem borga sig og þó skoðanakannanir sýni ítrekað að meirihluti Íslendinga vilji að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé gjaldfrjáls eða niðurgreidd. Niðurgreiðsla nauðsynlegra lyfja er lítið dæmi en margt smátt gerir eitt stórt, þetta þekkja þau vel sem veikjast þegar kemur að útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu. Dæmin eru fleiri og stærri, það má t.d. nefna að rannsóknarkostnaður sjúklinga er víða langt fram úr hófi, sérstaklega þegar kemur að myndrannsóknum, þar hleypur kostnaður sjúklinga á stakri rannsókn á tugþúsundum og getur verið stór biti fyrir tekjulága hópa og fjölskyldufólk. Sömuleiðis er óskiljanleg ákvörðun ríkisstjórna síðustu ára að neita að niðurgreiða liðskiptaaðgerðir utan sjúkrahúsa og niðurgreiða ekki heldur fyllilega aðgerðir kvenna með alvarlega endómetríósu. Íslenska ríkið er með fálæti sínu í þessum málum, sinnulaus áhorfandi á þjáningu fjölmargra Íslendinga. Þar eru á ferðinni vinir okkar og ættingjar sem sitja uppi með þann svartapétur, fyrir utan að glíma við veikindi, að þurfa einnig að glíma við fjárhagslegt högg. Annað hvort með því að halda þjáningu sinni áfram á bótum undir framfærsluviðmiðum, eða þegar hægt er, sökkva sér í skuldir til að fá ekki seint og um síðir lækningu við meinum sínum. Kæru stjórnmálamenn og konur, hvar í flokki sem þið standið, ég bið ykkur að forgangsraða ríkissjóði betur og lina þann hluta þjáningar veiks fólks sem tengist fjárhagsáhyggjum. Höfundur er heimilislæknir.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar