Elon Musk vill taka yfir Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:42 Í nýju tísti segir Musk einfaldlega: „Ég var að gera tilboð.“ Getty/Marquardt Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Í kauptilboði býður Musk 54,20 bandaríkjadali á hlut. Það er um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl síðastliðinn eða degi áður en Musk eignaðist 9 prósent hlut í fyrirtækinu. Heildarverð þeirra kaupa Musk eru metin á rúmar 763 milljónir bandaríkjadala. Hans besta og síðasta tilboð Skömmu eftir kaupin sagði Musk í bréfi til stjórnarformanns Twitter ljóst að þörf væri á breytingum innan fyrirtækisins. Það kæmi ekki til með að þjóna samfélaginu eða ná viðunandi árangri eins og nú horfir við. „Tilboðið sem ég nú legg fram er mitt síðasta og besta. Ef það verður ekki samþykkt mun ég þurfa að endurskoða stöðu mína sem hluthafa í fyrirtækinu,“ sagði Elon enn fremur í bréfinu til stjórnarformannsins. Elon Musk hefur verið mjög virkur á Twitter síðustu árin en rúmlega áttatíu milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlinum. I made an offer https://t.co/VvreuPMeLu— Elon Musk (@elonmusk) April 14, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í kauptilboði býður Musk 54,20 bandaríkjadali á hlut. Það er um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl síðastliðinn eða degi áður en Musk eignaðist 9 prósent hlut í fyrirtækinu. Heildarverð þeirra kaupa Musk eru metin á rúmar 763 milljónir bandaríkjadala. Hans besta og síðasta tilboð Skömmu eftir kaupin sagði Musk í bréfi til stjórnarformanns Twitter ljóst að þörf væri á breytingum innan fyrirtækisins. Það kæmi ekki til með að þjóna samfélaginu eða ná viðunandi árangri eins og nú horfir við. „Tilboðið sem ég nú legg fram er mitt síðasta og besta. Ef það verður ekki samþykkt mun ég þurfa að endurskoða stöðu mína sem hluthafa í fyrirtækinu,“ sagði Elon enn fremur í bréfinu til stjórnarformannsins. Elon Musk hefur verið mjög virkur á Twitter síðustu árin en rúmlega áttatíu milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlinum. I made an offer https://t.co/VvreuPMeLu— Elon Musk (@elonmusk) April 14, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira