Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 08:01 Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir þau sex lið sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildarinnar í sumar. Vísir Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson. Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira