Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 11:00 Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að flestir starfsmenn séu enn að melta fregnir vikunnar. Vísir/Egill Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda