Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 13:27 Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen. Vísir/Vilhelm Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór. Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór.
Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira