Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2022 13:24 Örn Elías Guðmundsson eða Mugison opnar hátíðina í kvöld. visir/Hafþór Gunnarsson Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill. Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill.
Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira