Reykjavíkurskákmótið hafi sýnt að skákkonur þurfi að óttast öryggi sitt Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2022 00:05 Tallulah Roberts segir að kynjamisrétti í skákheiminum sé ekki liðin tíð. Hallfríður Sigurðardóttir Breska skákkonan Tallulah Roberts segir að karlmenn hafi ítrekað sýnt henni og fleiri skákkonum vanvirðingu á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti. Þá hafi maður klipið hana um mittið þegar hún átti leið um keppnissvæðið og annar tekið hana hálstaki. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir stjórn sambandsins taka málið alvarlega og hyggist bregðast við. Hann hafi sent Roberts tölvupóst og óskað eftir frekari upplýsingum til að geta fylgt málinu eftir. I m an adult woman entering chess, but I have no idea how we expect young girls to navigate this landscape. The chess world isn t a safe place for us, and it s time to stop pretending these issues are in the past or that people are only sexist online. It s 2022 and this happens.— lula! (@lularobs) April 14, 2022 Roberts greinir frá reynslu sinni af mótinu á Twitter og segir að mótherji hennar hafi til að mynda ekki viljað taka í höndina á henni og svo rutt niður öllum taflmönnunum þegar hún sagði hann hafa gert ólöglegan leik. Næst hafi hann strunsað í burtu og vinur hans sagt að sigurganga hennar væri vegna heppni fremur en hæfni. Roberts segir að þegar hún hitti síðar sama mótherja á bar hafi hann tekið hana hálstaki og hvíslað í eyra hennar. Hún hafi ekki treyst sér til að greina frá þessu fyrr en hún hafði yfirgefið Ísland. „Ég er fullorðin kona að hefja feril minn í skák en hef ekki hugmynd um hvernig við gerum ráð fyrir því að ungar stelpur fari í gegnum þetta umhverfi,“ segir Roberts í Twitter-færslu sinni. Adding to this now I ve left Iceland - had another encounter w him. Went to a bar + he was there, he put his arm around my neck like a headlock + whispered in my ear that he didn t knock the pieces, only the king . He told my friend my tweet was disrespectful . Doubled down. https://t.co/KzsGauixMM— lula! (@lularobs) April 14, 2022 Ekki öruggur staður fyrir konur Roberts segir ekki hægt að fullyrða að skákheimurinn sé öruggur staður fyrir konur. Tími sé kominn til að hætta að halda því fram að þessi vandamál séu liðin tíð eða kynjamisrétti þrífist einungis á internetinu. Margir átti sig ekki á því hversu erfitt það geti reynst að tilkynna svona atvik. Áreitni geti verið það ógnvekjandi að henni finnist öruggast að hafa hljótt um sig, brosa og reyna að flýja aðstæðurnar í stað þess að gera mál úr því. Roberts tekur fram að um hafi verið að ræða lítinn hóp karlmanna og hún sömuleiðis hitt karlkyns keppendur sem hafi hjálpað henni að finna fyrir öryggi, veitt henni aðstoð og boðist til að ræða við þá sem komu illa fram við skákkonurnar. Það þyki henni dýrmætt. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Vilji taka hart á þessu Gunnar segir að engin kvörtun hafi borist skipuleggjendum á meðan mótinu stóð og hann hafi frétt af málinu þegar hann sá tíst Roberts á fimmtudag. „Það sem við getum kannski lært af þessu dæmi er að vera tilbúin með einhverjar kvörtunarleiðir fyrir fólk eins og hana sem líður illa á meðan mótinu stendur og treystir sér ekki til að tala við okkur,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann viti ekki til þess að Skáksambandið hafi áður lent í sambærilegu máli. „Þetta hefur ekki verið hluti af skákinni, svo ég viti, þetta hefur allavega aldrei komið upp áður og við ætlum að bregðast við, taka hart á þessu og finna leiðir til að búa til skýra ferla til að takast á við svona í framtíðinni,“ bætir hann við. Skáksamband Íslands hafi lagt áherslu á að allir séu velkomnir og meðal annars boðið skákkonum sérstaklega á Reykjavíkurmótið. „Það er ekki gott ef skákkonu líður ekki vel hérna.“ Skák Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir stjórn sambandsins taka málið alvarlega og hyggist bregðast við. Hann hafi sent Roberts tölvupóst og óskað eftir frekari upplýsingum til að geta fylgt málinu eftir. I m an adult woman entering chess, but I have no idea how we expect young girls to navigate this landscape. The chess world isn t a safe place for us, and it s time to stop pretending these issues are in the past or that people are only sexist online. It s 2022 and this happens.— lula! (@lularobs) April 14, 2022 Roberts greinir frá reynslu sinni af mótinu á Twitter og segir að mótherji hennar hafi til að mynda ekki viljað taka í höndina á henni og svo rutt niður öllum taflmönnunum þegar hún sagði hann hafa gert ólöglegan leik. Næst hafi hann strunsað í burtu og vinur hans sagt að sigurganga hennar væri vegna heppni fremur en hæfni. Roberts segir að þegar hún hitti síðar sama mótherja á bar hafi hann tekið hana hálstaki og hvíslað í eyra hennar. Hún hafi ekki treyst sér til að greina frá þessu fyrr en hún hafði yfirgefið Ísland. „Ég er fullorðin kona að hefja feril minn í skák en hef ekki hugmynd um hvernig við gerum ráð fyrir því að ungar stelpur fari í gegnum þetta umhverfi,“ segir Roberts í Twitter-færslu sinni. Adding to this now I ve left Iceland - had another encounter w him. Went to a bar + he was there, he put his arm around my neck like a headlock + whispered in my ear that he didn t knock the pieces, only the king . He told my friend my tweet was disrespectful . Doubled down. https://t.co/KzsGauixMM— lula! (@lularobs) April 14, 2022 Ekki öruggur staður fyrir konur Roberts segir ekki hægt að fullyrða að skákheimurinn sé öruggur staður fyrir konur. Tími sé kominn til að hætta að halda því fram að þessi vandamál séu liðin tíð eða kynjamisrétti þrífist einungis á internetinu. Margir átti sig ekki á því hversu erfitt það geti reynst að tilkynna svona atvik. Áreitni geti verið það ógnvekjandi að henni finnist öruggast að hafa hljótt um sig, brosa og reyna að flýja aðstæðurnar í stað þess að gera mál úr því. Roberts tekur fram að um hafi verið að ræða lítinn hóp karlmanna og hún sömuleiðis hitt karlkyns keppendur sem hafi hjálpað henni að finna fyrir öryggi, veitt henni aðstoð og boðist til að ræða við þá sem komu illa fram við skákkonurnar. Það þyki henni dýrmætt. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Vilji taka hart á þessu Gunnar segir að engin kvörtun hafi borist skipuleggjendum á meðan mótinu stóð og hann hafi frétt af málinu þegar hann sá tíst Roberts á fimmtudag. „Það sem við getum kannski lært af þessu dæmi er að vera tilbúin með einhverjar kvörtunarleiðir fyrir fólk eins og hana sem líður illa á meðan mótinu stendur og treystir sér ekki til að tala við okkur,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann viti ekki til þess að Skáksambandið hafi áður lent í sambærilegu máli. „Þetta hefur ekki verið hluti af skákinni, svo ég viti, þetta hefur allavega aldrei komið upp áður og við ætlum að bregðast við, taka hart á þessu og finna leiðir til að búa til skýra ferla til að takast á við svona í framtíðinni,“ bætir hann við. Skáksamband Íslands hafi lagt áherslu á að allir séu velkomnir og meðal annars boðið skákkonum sérstaklega á Reykjavíkurmótið. „Það er ekki gott ef skákkonu líður ekki vel hérna.“
Skák Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira