Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:01 Julian Nagelsmann segist fá líflátshótanir eftir hvern einasta leik, líka þegar liðið vinnur. Roland Krivec/vi/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira
Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira