Í tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjanesbæjar til ársins 2035 er kynnt stefnubreyting varðandi uppbyggingu í Helguvík. Dregið er töluvert úr umfangi iðnaðarsvæðis frá því sem áður var sem m.a. felur í sér minni áhættu á mengun.
Í Helguvík er enn gert ráð fyrir uppbyggingu iðnaðar en áhersla lögð á iðnað sem samræmist íbúabyggð og settir skilmálar um hvers konar iðnaður megi bætast við. Horfið er frá mengandi iðnaði og stefnt er að því að svæðið verði umhverfisvænt til framtíðar.
Mikilvægt er að íbúum í nágrenni við Helguvík verði tryggð heilnæm lífsskilyrði og njóti heilnæms og ómengaðs umhverfis. Í nágrenni Helguvíkur eru útivistarsvæði íbúa Reykjanesbæjar
Breyting á aðalskipulagi stuðlar að bættri heilsu íbúa og dregur úr líkum á mengun.
Nýtt aðalskipulag er bylting fyrir íbúa Reykjanesbæjar og nú er horfið frá stóriðjustefnu fyrri ára.
Við viljum hafa hlutina í lagi.
Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar.