Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 22:01 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup. Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Hátíðarmessur fóru fram víða á landinu í dag en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti sína predikun í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir hádegi. Meðal þess sem biskup talaði um í ávarpi sínu í dag var stríðið í Úkraínu og bar þá stöðu sem nú er uppi við stöðuna fyrir tvö þúsund árum, þegar Jesú Kristur reis upp frá dauðum. Biskup segir páskana boða upprisuna, lífið, vonina og blessunina og með því sé vonandi hægt að takast á við þau vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna stríðsins. „Það er náttúrulega ekki eðlilegt hvað illskan er mikil þarna og grimmdin en það gefur manni von um það að það sé hægt að vinna bug á þessu, hægt að setjast að samningsborðinu, og rísa þannig upp til nýs lífs,“ segir biskup. Þá sé það nauðsynlegt að halda í hefðirnar og trúna, á erfiðum tímum líkt og þeim góðu. „Það er mjög nauðsynlegt og ég held að til dæmis stríðshrjáðum löndum að þá sé þessi vonarboðskapur mjög mikilvægur fyrir þeim sem búa við þann hrylling sem þar er,“ segir biskup. Hún bindur vonir við að heimsbyggðin geti komist í gegnum erfiðleikana með trúnna að vopni. „Við lifum alltaf í þeirri von að staðan batni og það er það eina sem við getum haldið í nú um stundir til dæmis í sambandi við stríðið í Úkraínu, lifað í þeirri von að ástandið batni,“ segir biskup.
Trúmál Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01