791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 17:30 Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins í lok febrúar. Vísir/Egill Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?