Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:00 Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Leikskólar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar