Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:00 Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Leikskólar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun