Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: Ís­lands­meistararnir sneru taflinu við

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ari Sigurpálsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í 2-1 sigrinum gegn FH.
Ari Sigurpálsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í 2-1 sigrinum gegn FH. Vísir/Hulda Margrét

Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum og hófu mótið því á sigri.

Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og kom FH yfir þegar Besta deildin var varla farin af stað. Leikurinn var mjög fjörugur í fyrri hálfleik og áttu Víkingar nokkur hættuleg færi áður en ungstirnið Ari Sigurpálsson jafnaði metin með góðu skoti innan vítateigs.

Þegar klukkustund var liðin skoraði Helgi Guðjónsson svo með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Kristals Mána Ingasonar í kjölfar stuttrar hornspyrnu heimamanna. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og FH

Hér að ofan má sjá mörk leiksins sem og umræðu Bestu Stúkunnar en þeir Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson voru í Víkinni.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram.

FH-ingar stiga­lausir eftir fyrstu um­ferð í fyrsta sinn í ellefu ár

Besta deild karla í fótbolta hófst með stórleik. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu FH í heimsókn og fór það svo að heimamenn unnu 2-1 sigur í stórskemmtilegum leik. Það er lítið óvanalegt við að tvöfaldir meistarar vinni heimaleik en sigur heimamanna var þó merkilegur fyrir nokkrar sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×