Bankasýslan krossfest Sigmar Guðmundsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun