Framtíðin er líka á morgun Birkir Ingibjartsson skrifar 20. apríl 2022 18:30 Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar