Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 13:54 Jón Gunnarsson telur ekki athugavert að hafa fengið far með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46