Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 18:37 Eggert Gunnþór Jónsson stígur tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir FH. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“ FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“
FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira