Bankasalan var lögleg Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar