Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:59 Áttatíu manns tókst að komast frá Mariupol í gær og segja hryllinginn þar ólýsanlegan. AP/Leo Correa Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira