Eftir að staðan var 1-1 í hálfleik skoraði Lyngby snemma í síðari hálfleik og gestirnir bættu svo þriðja markinu þegar rúm klukkustund var liðin. Lokatölur 1-3 og mikilvægur sigur í hús. Magnus Kaastrup og Emil Nielsen með mörkin en sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Sævar Atli Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Lyngby.
Sigurinn er gríðarlega mikilvægur en Lyngby er í harðri baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Gríðarleg spenna er á topp deildarinnar sem hefur verið skipt upp eftir að hefðbundinni deildarkeppni lauk.
Sem stendur er Lyngby í 2. sæti með 50 stig eftir 26 leiki en sex leikir eru eftir af leiktíðinni og það getur bókstaflega allt gerst. Helsingor er á toppi deildarinnar með aðeins stigi meira en Lyngby á meðan Hvidovre er í 3. sæti með jafn mörg stig og lærisveinar Freys en lakari markatölu. AC Horsens er svo í 4. sæti með 47 stig.