Kjalarnesið á ís Guðni Ársæll Indriðason skrifar 24. apríl 2022 07:00 Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun