Körfubolti

Baldur: Krókurinn elskar körfubolta

Ísak Óli Traustason skrifar
Valur - Tindastóll Domino's deild karla, veturinn 2019 - 2020. Körfubolti.
Valur - Tindastóll Domino's deild karla, veturinn 2019 - 2020. Körfubolti.

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í Síkinu í kvöld.

,,Við förum í skiptivörn, verðum litlir, skiptum á öllu og pressum á þá allann völlinn“, sagði Baldur og bætti við að ,,síðan ætlum við að sækja á þá run and gun style, reyna að sækja þetta og það gekk“.

Tindastóll var átján stigum undir þegar að fjórði leikhluti hófst og náðu að knýja fram framlengingu.

,,Hvert einasta leiklé var eins, gera eins, gera eins og áfram með þetta“, sagði Baldur.

,,Við teiknuðum ekki neitt upp einu sinni, við hlupum út í loftið og köstuðum í körfuna og það virkaði“, sagði Baldur.

Tindastóll leiðir núna einvígið 2 – 0 og er í bílstjórasætinu.

,,Þetta var fáránlega erfiður sigur hérna og þeir voru að fara svakalega illa með okkur í þriðja leikhluta, þvílík gæði á boltahreyfingu sem var í gangi þarna en þetta var þvílíkur karakter að ná þessu“, sagði Baldur.

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls steig heldur betur upp í seinni framlengingunni og setti niður stór skot.

,,Pétur var geggjaður, setur risa þrista þarna og það voru allir gasaðir í endan þarna, bæði lið“, sagði Baldur og bætti við að ,,krókurinn elskar körfubolta“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×