Má bjóða þér til Tenerife? Hildur Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2022 11:31 Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun