Má bjóða þér til Tenerife? Hildur Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2022 11:31 Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó. Þetta er ástand sem ekki verður við búið, enda er það grundvallarhlutverk sveitarfélags að sjá til þess að innviðir og grunnþjónusta virki sem skyldi. Um þetta á kosningabaráttan að snúast. Reykjavík sem virkar. Mörgum kann að þykja umfjöllun um fjármál óspennandi, en mergurinn málsins er sá að Reykjavík mun ekki virka nema að fjárhagurinn sé traustur. Verkefnið er ærið í þeim efnum. Reykjavík hefur því miður verið rekin með vinstri hendinni um langa hríð. Fjármunum hefur verið forgangsraðað í kerfisvöxt og gæluverkefni á meðan grunnverkefnin hafa setið á hakanum. Staðreyndirnar eru þær að skuldir borgarinnar hafa aukist um þriðjung á kjörtímabilinu. Til lengri tíma mun mikið mæða á niðurstöðu varðandi bókfærslu á eignum félagsbústaða, en fari sem horfir munu áhrif af breyttum reikningsskilum hafa tugmilljarða neikvæð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Einsýnt er að slíkt hafi slæm áhrif á eignastöðu og lánshæfi. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent kjörtímabilinu, þrátt fyrir að mannekla sé í skólakerfinu og grunnþjónustu á borð við götuþrif varla sinnt. Borgarstjóri hefur fyrst og fremst fjölgað skrifstofufólki. Hann forgangsraðar kerfisvexti, en lætur grunnþjónustu borgarinnar sér í léttu rúmi liggja. Borgin ber þess merki. Borgarstjóri forðast að fjalla um fjármál borgarinnar, og þegar hann loks fæst til þess er dregin upp rammskökk mynd. Hin blákalda staðreynd er sú að borgarsjóður er ekki sjálfbær, og þarf að reiða sig á arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að endar nái saman. Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu. Samkvæmt arðgreiðsluáætlun Orkuveitunnar á Reykjavíkurborg að fá 25,4 milljarða í sinn hlut á árunum 2022-26, eða sem nemur um 440 þúsund krónum á hvert heimili í Reykjavík. Lausleg athugun leiðir í ljós að fyrir tæpar 440 þúsund krónur má fá vikuferð til Tenerife í sumar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli með líkamsrækt og SPA, og það er meira að segja golfvöllur innan seilingar. Nú langar kannski ekki alla til Tenerife, en mergurinn málsins er sá að þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Verkefnið er sannarlega ekki auðvelt eftir langa – og nánast óslitna - valdatíð vinstri manna í borginni, en með öguðum rekstri og eðlilegri forgangsröðun er svigrúm til að lækka álögur á borgarbúa. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það skellir sér til Tenerife – eða ekki. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun