BYKO hlýtur Kuðung umhverfisráðuneytisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:05 Forstjóri BYKO vonar að viðurkenningin verði líka öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaðargreininni hvatning til að nota vistvæn byggingarefni. Vísir/Egill Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í dag, á degi umhverfisins. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu. Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.
Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira