Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast? Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. apríl 2022 17:30 Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Orkumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun