Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2022 21:50 Ásbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Egill Aðalsteinsson Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunar en þær hafa jafnan verið með stærstu verkefnum hvers tíma hérlendis. Þær síðustu voru gufluaflsvirkjun á Þeistareykjum og stækkun Búrfellsvirkjunar, sem lauk vorið 2018. Eftir fjögurra ára framkvæmdahlé hillir núna undir að kyrrstöðunni sé að ljúka. Langt undirbúningsferli Hvammsvirkjunar í Þjórsá er á lokametrunum. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóra-Núp. Inntakslón myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun „Við erum búin að vera að huga að þessum virkjunarkosti í rúm þrjátíu ár. Hann er núna á útboðshönnunarstigi, sem þýðir að við erum komin ansi langt með hönnun,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. „Við erum komin með skipulagsmálin í höfn þarna. Sveitarfélagið er búið að staðfesta þetta, á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi.“ Það er í höndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi. Fyrst þarf virkjunarleyfi frá Orkustofnun sem Landsvirkjun sótti um fyrir tíu mánuðum. „Það er nú bara í ferli hjá þeim. Við eigum von á því bara á næstu dögum að þeir muni auglýsa það, setja þá auglýsingu út, en umsókn um framkvæmdaleyfið mun fara á borð sveitarstjórnar fljótlega,“ segir Ásbjörg. Byrjað yrði á vegagerð og greftri frárennslisskurðar en efnið úr skurðinum yrði nýtt í vegina. En hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Ef allt gengur eftir varðandi leyfismál, og ef að stjórnin er því samþykk, þá gæti þetta verið virkjunarkostur sem við gætum farið að horfa til að setja í kannski undirbúningsframkvæmdir einhvern tímann með haustinu.“ Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell.Landsvirkjun Hvorki þarf nýjar háspennulínur né miðlunarlón vegna Hvammsvirkjunar. Nýtt inntakslón ofan stíflu breytir hins vegar ásýnd Þjórsár á svæðinu. „Það er svona einkum það sem er umdeilt um þessa framkvæmd, það er þessi ásýndarbreyting sem kemur með þessu inntakslóni og stíflum samhliða því. Og svo frárennslisskurðurinn sem liggur frá stöðinni.“ Framkvæmdir við þessa 95 megavatta virkjun gætu svo farið á fullt síðla næsta árs. „Við erum að ganga út frá því, miðað við núverandi áætlun, að við getum gangsett þessa virkjun einhvern tímann á árinu 2027.“ -Og það er næg þörf fyrir orkuna? „Það er vissulega næg eftirspurn eftir orku,“ svarar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvammsvirkjun fylgir að ný brú verður byggð á Þjórsá á móts við Árnes sem heimamenn hafa lengi beðið eftir og fjallað var um þessari frétt árið 2009: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Efnahagsmál Loftslagsmál Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunar en þær hafa jafnan verið með stærstu verkefnum hvers tíma hérlendis. Þær síðustu voru gufluaflsvirkjun á Þeistareykjum og stækkun Búrfellsvirkjunar, sem lauk vorið 2018. Eftir fjögurra ára framkvæmdahlé hillir núna undir að kyrrstöðunni sé að ljúka. Langt undirbúningsferli Hvammsvirkjunar í Þjórsá er á lokametrunum. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóra-Núp. Inntakslón myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun „Við erum búin að vera að huga að þessum virkjunarkosti í rúm þrjátíu ár. Hann er núna á útboðshönnunarstigi, sem þýðir að við erum komin ansi langt með hönnun,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. „Við erum komin með skipulagsmálin í höfn þarna. Sveitarfélagið er búið að staðfesta þetta, á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi.“ Það er í höndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi. Fyrst þarf virkjunarleyfi frá Orkustofnun sem Landsvirkjun sótti um fyrir tíu mánuðum. „Það er nú bara í ferli hjá þeim. Við eigum von á því bara á næstu dögum að þeir muni auglýsa það, setja þá auglýsingu út, en umsókn um framkvæmdaleyfið mun fara á borð sveitarstjórnar fljótlega,“ segir Ásbjörg. Byrjað yrði á vegagerð og greftri frárennslisskurðar en efnið úr skurðinum yrði nýtt í vegina. En hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Ef allt gengur eftir varðandi leyfismál, og ef að stjórnin er því samþykk, þá gæti þetta verið virkjunarkostur sem við gætum farið að horfa til að setja í kannski undirbúningsframkvæmdir einhvern tímann með haustinu.“ Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell.Landsvirkjun Hvorki þarf nýjar háspennulínur né miðlunarlón vegna Hvammsvirkjunar. Nýtt inntakslón ofan stíflu breytir hins vegar ásýnd Þjórsár á svæðinu. „Það er svona einkum það sem er umdeilt um þessa framkvæmd, það er þessi ásýndarbreyting sem kemur með þessu inntakslóni og stíflum samhliða því. Og svo frárennslisskurðurinn sem liggur frá stöðinni.“ Framkvæmdir við þessa 95 megavatta virkjun gætu svo farið á fullt síðla næsta árs. „Við erum að ganga út frá því, miðað við núverandi áætlun, að við getum gangsett þessa virkjun einhvern tímann á árinu 2027.“ -Og það er næg þörf fyrir orkuna? „Það er vissulega næg eftirspurn eftir orku,“ svarar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvammsvirkjun fylgir að ný brú verður byggð á Þjórsá á móts við Árnes sem heimamenn hafa lengi beðið eftir og fjallað var um þessari frétt árið 2009:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Efnahagsmál Loftslagsmál Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45