Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Aliyah A'taeya Collier var hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í kvöld Vísir/Vilhelm Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld. Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04