Reykjavik Group Þórður Gunnarsson skrifar 26. apríl 2022 08:30 Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun