Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 08:30 Höfuðstöðvar Össurar eru á Grjóthálsi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu. Kauphöllin Össur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri en þann 24. febrúar hætti fyrirtækið að selja vörur til Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og hyggst Össur viðhalda því á meðan ástandið er óbreytt. Sala til Rússlands var um 1% af sölu félagsins í fyrra. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 er óbreytt og gerir að sögn Össurar ráð um 6-9% innri vexti, um 20-21% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 27 milljónum bandaríkjadala, eða 3,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 16% af veltu tímabilsins. Innri vöxtur var 6% á stoðtækjum og 5% á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins gekk Össur frá kaupum á fyrirtæki með alls 10 milljónir Bandaríkjadala, um 1,3 milljarða íslenskra króna, í ársveltu. Sett á markað fyrsta stoðtækjahnéð með innbyggðum mótor Að sögn Sveins Sölvasonar, forstjóra Össurar, sjá stjórnendur jákvæða eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum á helstu mörkuðum fyrirtækisins. „Við skiluðum góðum innri vexti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á fyrstu mánuðum ársins. Við erum að fást við skammtíma verðhækkanir í aðfangakeðjunni en gert er ráð fyrir að það dragi úr áhrifum þeirra. Við höfum nú sett Power Knee, heimsins fyrsta stoðtækjahné með innbyggðum mótor, á markað á öllum helstu markaðssvæðum okkar með góðum árangri og fengið framúrskarandi endurgjöf. Vegna áherslu okkar á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð gáfum við út okkar árlegu sjálfbærniskýrslu í ársfjórðungnum og erum staðráðin í að halda áfram að veita notendum okkar líf án takmarkana,“ segir Sveinn í tilkynningu.
Kauphöllin Össur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira