Í tómu tjóni án Jóns Dags og neyddust til að sækja hann úr frystikistunni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 12:24 Jón Dagur Þorsteinsson er mættur aftur til að snúa við ömurlegu gengi AGF. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson kvaddi stuðningsmenn danska knattspyrnufélagsins AGF fyrir mánuði síðan en nú hefur félagið neyðst til að bjóða hann velkominn upp úr „frystikistunni“. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, tók í byrjun apríl þá ákvörðun að Jón Dagur fengi ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Viðræður um nýjan samning hans við félagið höfðu þá runnið út í sandinn og ljóst að Jón Dagur færi í nýtt félag í sumar, að tímabilinu loknu. Jón Dagur hefur því ekki spilað fyrir AGF eftir landsleikjahléið í lok mars og á meðan hefur liðið ekki unnið einn einasta leik. Þriðja tapið í röð kom gegn OB á sunnudaginn og allt í einu á AGF raunverulega á hættu á að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. LIðið er aðeins sex stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Því varð algjör kúvending, eins og danskir fjölmiðlar orða það, í afstöðu forráðamanna AGF gagnvart Jóni Degi. Hann verður með í síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa ekki spilað í síðustu sjö leikjum. „Við ákváðum að virkja Jón í síðustu leikjunum. Þetta er ákvörðun sem við höfum tekið tíma í að taka en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hárrétt ákvörðun,“ sagði David Nielsen, þjálfari AGF, við stiften.dk. „Þegar við tókum ákvörðunina vorum við á öðrum stað og í góðum málum varðandi hættuna á falli,“ sagði Björnebye sem sagði ætlunina hafa verið að þróa liðið með þeim leikmönnum sem yrðu áfram hjá félaginu en það hafi ekki gengið nægilega vel eftir. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, tók í byrjun apríl þá ákvörðun að Jón Dagur fengi ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Viðræður um nýjan samning hans við félagið höfðu þá runnið út í sandinn og ljóst að Jón Dagur færi í nýtt félag í sumar, að tímabilinu loknu. Jón Dagur hefur því ekki spilað fyrir AGF eftir landsleikjahléið í lok mars og á meðan hefur liðið ekki unnið einn einasta leik. Þriðja tapið í röð kom gegn OB á sunnudaginn og allt í einu á AGF raunverulega á hættu á að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. LIðið er aðeins sex stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Því varð algjör kúvending, eins og danskir fjölmiðlar orða það, í afstöðu forráðamanna AGF gagnvart Jóni Degi. Hann verður með í síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa ekki spilað í síðustu sjö leikjum. „Við ákváðum að virkja Jón í síðustu leikjunum. Þetta er ákvörðun sem við höfum tekið tíma í að taka en frá mínum bæjardyrum séð er þetta hárrétt ákvörðun,“ sagði David Nielsen, þjálfari AGF, við stiften.dk. „Þegar við tókum ákvörðunina vorum við á öðrum stað og í góðum málum varðandi hættuna á falli,“ sagði Björnebye sem sagði ætlunina hafa verið að þróa liðið með þeim leikmönnum sem yrðu áfram hjá félaginu en það hafi ekki gengið nægilega vel eftir.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira