Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 15:59 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021. Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021.
Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00