Í þjónustu fyrir Garðabæ Björg Fenger skrifar 26. apríl 2022 17:01 Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun