Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 08:01 Dariu Novitskayu var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alvarlegt kynferðisbrotamál er ennþá opið og í kerfinu. Vísir/Vilhelm Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Albert Björn Lúðvíksson gætir hagsmuna Dariu. Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur, sem gætir hagsmuna Dariu, segir að til þess að hún hafi yfir höfuð komist til Íslands og inn á Schengen-svæðið hefði hún þurft að fá vegabréfsáritun í Póllandi. Nú sé það í rauninni notað gegn henni og skýla íslensk stjórnvöld sér á bakvið Dyflinnarreglugerðina og segja að Pólland sé ábyrgt fyrir umsókn hennar. Albert minnir á að stjórnvöldum sé alls ekki skylt að senda Dariu til Póllands, þar sem hún þekki engan, heldur geri Dyflinnarreglugerðin þeim aðeins kleift að gera það. Íslenska ríkinu sé alltaf heimilt að taka yfir umsóknir fólks. Albert segir aðstæður í Póllandi vera þess eðlis að ekki sé forsvaranlegt að senda Dariu þangað. Innrásin í Úkraínu og fjöldaflótti til Póllands af þeim sökum sé forsendubrestur. Á þriðju milljón flóttamanna frá Úkraínu hafa leitað til Póllands frá því innrásin hófst í febrúar. Dariu vísað á brott en meintur gerandi fær að vera um kyrrt „Eftir að málinu hennar lauk braust út stríð í Úkraínu og milljónir flóttamanna streymdu til Póllands. Ég sendi kærunefnd útlendingamála beiðni um endurupptöku mála hennar en við höfum ekki fengið svar við því ennþá,“ segir Albert. Það er sem sagt ekki öll von úti fyrir Dariu. „Hún hefur sýnt fram á það með sönnunum að hún hefur tekið þátt í mótmælum í Hvíta Rússlandi. Síðan eru miklir fordómar gagnvart rússnesku mælandi fólki í Póllandi almennt. Eftir að stríðið braust út þá hafa þeir aukist gagnvart Hvít-Rússum og Rússum í Póllandi og mikið álag er á hæliskerfinu í Póllandi. Flestir hafa leitað til Póllands. Það er afar ósanngjarnt að henni sé vísað frá landinu á meðan gerandi í hennar máli fær að vera áfram á Íslandi.“ Hér má sjá Dariu í einum af mótmælunum sem hún mætti á. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa tekið hart á mótmælendum.Aðsend Albert sem starfar nú á lögmannsstofunni CPLS hefur sjálfur mikla reynslu af flóttamannamálum því hann starfaði um langt skeið hjá Rauða krossinum. Þar hafi hann séð glöggt hversu berskjaldaðar konur á flótta eru gagnvart kynferðisbrotum. Hann segir að stjórnvöld verði að hafa kynbundin sjónarmið að leiðarljósi við meðferð mála, málsmeðferðin verði að vera einstaklingsbundin og þannig sé ekki hægt að hafa sömu „kríteríu“ gagnvart konum og körlum. Hótuðu að taka af henni barnið Daria flúði heimalandið þegar lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barnið fyrir að taka þátt í mótmælum. Til að gera langa sögu stutta flúði hún harðræði Lúkasjenka, með nokkrum stoppum, til Íslands þar sem brotið var á henni kynferðislega, aðeins til að heyra nokkrum mánuðum síðar að hún fái ekki að dvelja hér. Forsaga málsins er sú að Daria og móðir hennar hafa mátt þola ofsóknir fyrir pólitískar skoðanir sínar. „Þetta byrjaði allt þegar ég var átta ára en móðir mín dró enga dul á sínar pólitísku skoðanir, eða öllu heldur þær skoðanir sem eru ekki leyfðar í Hvíta-Rússlandi,“ útskýrir Daria. Þegar hún var níu ára var móðir hennar dæmd í fimm ára fangelsi. „Á þessum tíma voru engin lög sem náðu yfir slíkt andóf í Hvíta-Rússlandi þá var brugðið á það ráð að ljúga upp á hana glæpum og var hún að lokum sakfelld fyrir að vera í glæpagengi. En blessunarlega vorum við með frábæran lögmann sem náði að koma móður minni úr fangelsi eftir tvö ár og hún sýknuð.“ Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að það hafi að sjálfsögðu verið mikil blessun fyrir Dariu að endurheimta móður sína aftur eftir tvö ár í fangelsi þá var skaðinn skeður. Daria lýsir þessum tveimur árum af hennar barnæsku sem „afar ógnvekjandi“. „Vegna þess að samfélagið í Hvíta-Rússlandi hefur ekki jákvætt viðmót í garð barna dæmdra fanga. Mér var gert það sérstaklega ljóst þegar ég var í skólanum.“ Óöld og harðræði undir stjórn Lúkasjenka Daria gat illa setið þegjandi undir bagalegu stjórnmálaástandi í Hvíta-Rússlandi og lét hún sig það varða þegar hún náði 22 ára aldri en þá fékk hún að kjósa í sínum fyrstu kosningum. „Auðvitað kaus ég gegn Lúkasjenka,“ segir Daria staðföst. Þá sótti hún nær alla mótmælafundi sem voru haldnir eftir kosningarnar 2020. Leiðtogar Evrópusambandsins héldu neyðarfund eftir kosningarnar því þeir viðurkenndu ekki úrslit þeirra. Lúkasjenka, forseti landsins, hefur setið á valdastóli frá 20. júlí 1994. Hann er gjarnan kallaður síðasti einræðisherrann í Evrópu en margir vilja meina að Lúkasjenka hafi beitt víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum í fyrra. Eftir kosningarnar 2020 upphófust mikil átök sem einkenndust af fjöldahandtökum, landflótta og hremmingum. Sjá nánar fréttaskýringu Vísis: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti „Á einum mótmælafundinum var ég handtekin en þeir slepptu mér lausri nokkrum klukkustundum síðar og eftir illa meðferð. Þeir slepptu mér því ég átti lítið barn, sem betur fer.“ Alina vinkona hennar var líka handtekin í mótmælunum. „Í yfirheyrslum yfir henni var mér það ljóst að ég hefði líka eitthvað að óttast því yfirvöld hótuðu henni því að taka barnið af mér og koma því fyrir á munaðarleysingjahæli.“ Eðlilega var Dariu talsvert brugðið að heyra af þessari alvarlegu hótun. „Þegar ég áttaði mig á því að það gæti verið hættulegt að vera áfram í Hvíta-Rússlandi fyrir son minn þá ákvað ég að fara úr landi,“ sagði Daria sem vildi tryggja öryggi sonar síns. „Aðstæður og aðbúnaður á munaðarleysingjahælum í Hvíta-Rússlandi er viðbjóðslegur. Að sjálfsögðu gat ég ekki hugsað mér slík hræðileg örlög fyrir son minn.“ Ísland varð fyrir valinu því Daria sagðist vita til þess að hér væri öruggt að vera. Eftir róstursama tíma í Hvíta-Rússlandi þráir hún öryggi og frið.Vísir/Vilhelm Daria ákvað að flýja til Íslands því hún sagðist vita að þar væri að finna öryggi en það sá hún í hillingum. Landið varð líka fyrir valinu því það er mikilvægt fyrir heilsu hennar að vera í svalara loftslagi. „Ég hef alltaf elskað Ísland bæði náttúruna en líka fólkið.“ Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi. Atvikið hefur haft mikil áhrif á hana en hún kærði það til lögreglu og er það í rannsókn. „Eftir þetta fékk ég sálfræðihjálp og byrjaði að taka þunglyndislyf. En þrátt fyrir allt fæ ég svör frá yfirvöldum um að það eigi að vísa mér til Póllands.“ Kynferðisbrotið hefur haft djúpstæð áhrif á Dariu en flóttinn frá Hvíta-Rússlandi og sárar minningar þaðan sitja líka í henni. Réttargæslumaður Dariu í kynferðisbrotamálinu gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar í samtali við fréttastofu. „Auðvitað er það mjög bagalegt ef hún getur ekki verið til staðar í þessu erfiða máli.“ Þegar Daria var spurð út í framtíðina; um drauma hennar og þrár, stóð ekki á svörum. Hún sagði að svarið væri í raun mjög einfalt. Hún þráir að fá að lifa í öruggu umhverfi með syni sínum. Hún biðji ekki um annað eða meira. Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Albert Björn Lúðvíksson gætir hagsmuna Dariu. Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur, sem gætir hagsmuna Dariu, segir að til þess að hún hafi yfir höfuð komist til Íslands og inn á Schengen-svæðið hefði hún þurft að fá vegabréfsáritun í Póllandi. Nú sé það í rauninni notað gegn henni og skýla íslensk stjórnvöld sér á bakvið Dyflinnarreglugerðina og segja að Pólland sé ábyrgt fyrir umsókn hennar. Albert minnir á að stjórnvöldum sé alls ekki skylt að senda Dariu til Póllands, þar sem hún þekki engan, heldur geri Dyflinnarreglugerðin þeim aðeins kleift að gera það. Íslenska ríkinu sé alltaf heimilt að taka yfir umsóknir fólks. Albert segir aðstæður í Póllandi vera þess eðlis að ekki sé forsvaranlegt að senda Dariu þangað. Innrásin í Úkraínu og fjöldaflótti til Póllands af þeim sökum sé forsendubrestur. Á þriðju milljón flóttamanna frá Úkraínu hafa leitað til Póllands frá því innrásin hófst í febrúar. Dariu vísað á brott en meintur gerandi fær að vera um kyrrt „Eftir að málinu hennar lauk braust út stríð í Úkraínu og milljónir flóttamanna streymdu til Póllands. Ég sendi kærunefnd útlendingamála beiðni um endurupptöku mála hennar en við höfum ekki fengið svar við því ennþá,“ segir Albert. Það er sem sagt ekki öll von úti fyrir Dariu. „Hún hefur sýnt fram á það með sönnunum að hún hefur tekið þátt í mótmælum í Hvíta Rússlandi. Síðan eru miklir fordómar gagnvart rússnesku mælandi fólki í Póllandi almennt. Eftir að stríðið braust út þá hafa þeir aukist gagnvart Hvít-Rússum og Rússum í Póllandi og mikið álag er á hæliskerfinu í Póllandi. Flestir hafa leitað til Póllands. Það er afar ósanngjarnt að henni sé vísað frá landinu á meðan gerandi í hennar máli fær að vera áfram á Íslandi.“ Hér má sjá Dariu í einum af mótmælunum sem hún mætti á. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa tekið hart á mótmælendum.Aðsend Albert sem starfar nú á lögmannsstofunni CPLS hefur sjálfur mikla reynslu af flóttamannamálum því hann starfaði um langt skeið hjá Rauða krossinum. Þar hafi hann séð glöggt hversu berskjaldaðar konur á flótta eru gagnvart kynferðisbrotum. Hann segir að stjórnvöld verði að hafa kynbundin sjónarmið að leiðarljósi við meðferð mála, málsmeðferðin verði að vera einstaklingsbundin og þannig sé ekki hægt að hafa sömu „kríteríu“ gagnvart konum og körlum. Hótuðu að taka af henni barnið Daria flúði heimalandið þegar lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barnið fyrir að taka þátt í mótmælum. Til að gera langa sögu stutta flúði hún harðræði Lúkasjenka, með nokkrum stoppum, til Íslands þar sem brotið var á henni kynferðislega, aðeins til að heyra nokkrum mánuðum síðar að hún fái ekki að dvelja hér. Forsaga málsins er sú að Daria og móðir hennar hafa mátt þola ofsóknir fyrir pólitískar skoðanir sínar. „Þetta byrjaði allt þegar ég var átta ára en móðir mín dró enga dul á sínar pólitísku skoðanir, eða öllu heldur þær skoðanir sem eru ekki leyfðar í Hvíta-Rússlandi,“ útskýrir Daria. Þegar hún var níu ára var móðir hennar dæmd í fimm ára fangelsi. „Á þessum tíma voru engin lög sem náðu yfir slíkt andóf í Hvíta-Rússlandi þá var brugðið á það ráð að ljúga upp á hana glæpum og var hún að lokum sakfelld fyrir að vera í glæpagengi. En blessunarlega vorum við með frábæran lögmann sem náði að koma móður minni úr fangelsi eftir tvö ár og hún sýknuð.“ Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að það hafi að sjálfsögðu verið mikil blessun fyrir Dariu að endurheimta móður sína aftur eftir tvö ár í fangelsi þá var skaðinn skeður. Daria lýsir þessum tveimur árum af hennar barnæsku sem „afar ógnvekjandi“. „Vegna þess að samfélagið í Hvíta-Rússlandi hefur ekki jákvætt viðmót í garð barna dæmdra fanga. Mér var gert það sérstaklega ljóst þegar ég var í skólanum.“ Óöld og harðræði undir stjórn Lúkasjenka Daria gat illa setið þegjandi undir bagalegu stjórnmálaástandi í Hvíta-Rússlandi og lét hún sig það varða þegar hún náði 22 ára aldri en þá fékk hún að kjósa í sínum fyrstu kosningum. „Auðvitað kaus ég gegn Lúkasjenka,“ segir Daria staðföst. Þá sótti hún nær alla mótmælafundi sem voru haldnir eftir kosningarnar 2020. Leiðtogar Evrópusambandsins héldu neyðarfund eftir kosningarnar því þeir viðurkenndu ekki úrslit þeirra. Lúkasjenka, forseti landsins, hefur setið á valdastóli frá 20. júlí 1994. Hann er gjarnan kallaður síðasti einræðisherrann í Evrópu en margir vilja meina að Lúkasjenka hafi beitt víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum í fyrra. Eftir kosningarnar 2020 upphófust mikil átök sem einkenndust af fjöldahandtökum, landflótta og hremmingum. Sjá nánar fréttaskýringu Vísis: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti „Á einum mótmælafundinum var ég handtekin en þeir slepptu mér lausri nokkrum klukkustundum síðar og eftir illa meðferð. Þeir slepptu mér því ég átti lítið barn, sem betur fer.“ Alina vinkona hennar var líka handtekin í mótmælunum. „Í yfirheyrslum yfir henni var mér það ljóst að ég hefði líka eitthvað að óttast því yfirvöld hótuðu henni því að taka barnið af mér og koma því fyrir á munaðarleysingjahæli.“ Eðlilega var Dariu talsvert brugðið að heyra af þessari alvarlegu hótun. „Þegar ég áttaði mig á því að það gæti verið hættulegt að vera áfram í Hvíta-Rússlandi fyrir son minn þá ákvað ég að fara úr landi,“ sagði Daria sem vildi tryggja öryggi sonar síns. „Aðstæður og aðbúnaður á munaðarleysingjahælum í Hvíta-Rússlandi er viðbjóðslegur. Að sjálfsögðu gat ég ekki hugsað mér slík hræðileg örlög fyrir son minn.“ Ísland varð fyrir valinu því Daria sagðist vita til þess að hér væri öruggt að vera. Eftir róstursama tíma í Hvíta-Rússlandi þráir hún öryggi og frið.Vísir/Vilhelm Daria ákvað að flýja til Íslands því hún sagðist vita að þar væri að finna öryggi en það sá hún í hillingum. Landið varð líka fyrir valinu því það er mikilvægt fyrir heilsu hennar að vera í svalara loftslagi. „Ég hef alltaf elskað Ísland bæði náttúruna en líka fólkið.“ Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi. Atvikið hefur haft mikil áhrif á hana en hún kærði það til lögreglu og er það í rannsókn. „Eftir þetta fékk ég sálfræðihjálp og byrjaði að taka þunglyndislyf. En þrátt fyrir allt fæ ég svör frá yfirvöldum um að það eigi að vísa mér til Póllands.“ Kynferðisbrotið hefur haft djúpstæð áhrif á Dariu en flóttinn frá Hvíta-Rússlandi og sárar minningar þaðan sitja líka í henni. Réttargæslumaður Dariu í kynferðisbrotamálinu gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar í samtali við fréttastofu. „Auðvitað er það mjög bagalegt ef hún getur ekki verið til staðar í þessu erfiða máli.“ Þegar Daria var spurð út í framtíðina; um drauma hennar og þrár, stóð ekki á svörum. Hún sagði að svarið væri í raun mjög einfalt. Hún þráir að fá að lifa í öruggu umhverfi með syni sínum. Hún biðji ekki um annað eða meira.
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02
Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45