Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar Þórður Gunnarsson skrifar 27. apríl 2022 17:31 Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Þórður Gunnarsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun