Munu leggja fram tillögu þar sem skorað er á stjórnina að draga uppsagnirnar til baka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 19:50 Fresta þurfti fundinum um hátt í hálftíma þar sem fólk var enn að streyma inn í salinn klukkan sex. Skorað verður á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnir á skrifstofu félagsins til baka en tillögu að ályktun þess efnis verður lögð fram á félagsfundi sem hófst fyrr í kvöld. Heitar umræður hafa skapast um uppsagnirnar undanfarnar vikur og er viðbúið að fundurinn standi yfir langt fram á kvöld. Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira