Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 21:31 Brunavarnakerfi fór í gang á annarri hæð byggingarinnar í gær og flæddi vatn um alla hæðina. Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira