Varðveisla Maríu Júlíu BA 36 Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2022 13:31 Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Björgunarsveitir Vinstri græn Ísafjarðarbær Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Byggðasafn Vestfjarða og Minjasafnið á Hnjóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku. Það naut varðveislu og stuðnings opinberra aðila fyrstu árin en hefur legið í svokallaðri öndunarvél í Ísafjarðarhöfn síðan 2014 og fer hver að verða síðastur að bjarga þessu menningarverðmæti frá glötun. Viðhöldum verkþekkingu Mikilvægt er að viðhalda verklegum hefðum sem snúa að smíði trébáta og skipa, ekki síður mikilvægt er að vernda sérstaklega skip og báta sem að hafa menningarlegt gildi og sterka samfélagslega tengingu innan ákveðinna svæða. Ég tel það vera mikilvægt að sýna sögu okkar og fórnfýsi fyrri kynslóða virðingu og gera skipið upp og fá því nýtt hlutverk í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila. Það gæti nýst í ferðaþjónustu, sem skólaskip eða í einhvers lags opinberri móttöku. Hollvinasamtök um Maríu Júlíu voru stofnuð á síðasta ári og það voru Háskólasetur Vestfjarða, Landhelgisgæslan, Hafrannsóknastofnun og fleiri velunnarar sem stóðu að því og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum og Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlegar viðgerðir til að bjarga megi þessu krúnudjásni, sem er sjósafngripur um haf- og strandmenningu 20. aldar. Öflugt björgunarskip sem bjargaði mannslífum Í kjölfar fjölda sjóslysa á Vestfjörðum þá fór af stað söfnun á sínum tíma fyrir björgunarskipi og það voru fyrst og fremst slysavarnadeildir og konur á Vestfjörðum sem söfnuðu fyrir einum þriðja hluta verðs skipsins. Skipið heitir eftir Maríu Júlíu Gísladóttir frá Ísafirði en þau hjónin María Júlía og Guðmundur Guðmundsson létu arf sinn renna til smíði skipsins. Skipið var um margt merkilegt og var fyrst skipa við Íslandsstrendur sem útbúið var rannsóknarstofu til hafrannsókna og sjómælinga. Sem björgunarskip reyndist María Júlía vel og veitti aðstoð 251 skipi með 1949 áhafnarmeðlimum og bjargaði 12 mönnum af sökkvandi skipum á fyrstu 13 árum sínum sem björgunarskip. Ég tel að okkar samfélag sé það ríkt í samanburði við þann tíma þegar þessu skipi var ýtt út vör að við eigum að sýna dugnaði og fórnfýsi fyrri kynslóða þann og bjarga þessum miklu verðmætum og mun ég leggja mig fram um að vinna að því með þeim sem hafa dregið þetta verkefni áfram í gegnum tíðina. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun